Og hvað?

Velkomin í OG HVAÐ? hlaðvarpið þar sem ég tala mjög hrátt um lífið, sjálfsrækt, tengsl, sjálfstraust og allt þar á milli.

Ég heiti Júlíana Dögg, ég er ekki sérfræðingur, bara manneskja sem hugsar mikið, pælir djúpt og vill skapa öruggt rými þar sem við getum vaxið saman.

Þetta podcast er fyrir þig sem ert að vinna í sjálfri þér, ert að reyna skilja heiminn, sjálfa þig, samböndin þín eða bara þarft vinkonu sem talar um hlutina eins og þeir eru.

Þættirnir eru stundum léttir, stundum djúpir en alltaf einlægir.

Þú færð pælingar, praktísk ráð, real talk og góða orku inn í vikuna þína.

Nýir þættir koma út reglulega og þú ert alltaf velkomin 💜

Instagram:@juliana.dogg og @oghvadhladvarp

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Er ég að gera nóg?

Monday Aug 11, 2025

Monday Aug 11, 2025

Í þessum þætti tala ég um hvernig við berum okkur saman við aðra á samfélagsmiðlum, hvernig ósýnileg vinna fær oft ekki pláss og hversu auðvelt það er að halda að allir séu duglegri, skipulagðari og „meira með þetta“ en maður sjálfur.
Ég kynni líka nýja fasta liði og opna samtalið um að mæta sjálfri sér af mýkt 💖

Saturday Apr 12, 2025

Í þessum fyrsta alvöru þætti tala ég um að taka skrefið – þótt það sé óþægilegt, þótt það sé scary og þótt þú sért ekki fullkomlega tilbúin.
Ég tala um að lifa lífinu fyrir sjálfa sig, ekki bara þrauka heldur blómstra. Um að fara út fyrir þægindarammann, prófa eitthvað nýtt og hætta að bíða eftir „rétta tímanum“.
Ég deili sönnum sögum úr eigin lífi, bæði litlum skrefum og stórum stökkum, og hvet þig til að gera hlutina for the plot – fyrir söguna þína.
Ef þú ert búin að vera að hugsa um eitthvað lengi… þá er þetta merkið þitt. Do it for the plot 💜

Saturday Apr 05, 2025

Í þessum stutta kynningarþætti segi ég aðeins frá mér, af hverju ég ákvað að byrja með þetta podcast og hverju þú getur átt von á í komandi þáttum og ég vona innilega að þú finnir þig hér.
Velkomin í OG HVAÐ?
Instagram: @juliana.dogg og @oghvadhladvarp

Copyright 2025 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125